top of page
D00R1369.jpg

Fólkið í framboði

Á framboðslistanum okkar er fjölbreyttur hópur fólks sem býr að alls konar þekkingu og reynslu af lífinu og tilverunni, hópur sem endurspeglar raunverulega breidd samfélagsins. Við erum öll venjulegt fólk um leið og við erum óvenjuleg hvert um sig.

Við erum stolt af því hvernig bæjarfélaginu okkar hefur verið stjórnað síðustu árin og við viljum halda áfram. Við viljum áfram forgangsraða í þágu þjónustu við alla íbúa bæjarins, ekki síst barna, fjölskyldna og allra þeirra sem reiða sig á fjölbreytta og vandaða þjónustu sveitarfélagsins. Við viljum halda áfram að byggja upp skóla- og íþróttamannvirki því þannig fjárfestum við ekki aðeins í húsum heldur einnig í lífsgæðum.

 

Við trúum á félagslegar lausnir og samábyrgð en vitum um leið að gróskumikið atvinnulíf er grunnurinn að góðri velferðarþjónustu. Við viljum að gildi jafnaðarmanna; frelsi, jafnrétti og samstaða, verði ávallt höfð að leiðarljósi við stjórn bæjarfélagsins okkar.

1. Valgarður Lyngdal Jónsson

1. Nafn: Valgarður Lyngdal Jónsson

2. Aldur: 49 ára

3. Fjölskylduhagir: Giftur, á þrjú börn og tvo dásamlega afastráka.

4. Starfstitill: Grunnskólakennari og forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.

5. Sturluð staðreynd um þig: Er rétthentur og örvfættur.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Vegna þess að jafnaðarstefnan hefur byggt upp sanngjörnustu og framsæknustu samfélög í heimi, þar sem lýðræði, mannréttindi og jöfn tækifæri allra eru höfð að leiðarljósi. Ég vil búa í slíku samfélagi og leggja mitt af mörkum til þess að Akranes verði ávallt þannig samfélag, þar sem allir eru með og enginn er skilinn eftir.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1390.jpg

2. Jónína M. Sigmundsdóttir

1. Nafn: Jónína Margrét Sigmundsdóttir

2. Aldur: 43 ára

3. Fjölskylduhagir: Bý með yngstu dóttur minni sem er á 12 ári og á auk þess 17 ára stúlku sem stundar nám á Akureyri við MA og 23 ára gamlan son sem býr ásamt kærustunni sinni í Reykjavík. Hef líka verið svo lánsöm að eignast stjúpbörn sem hafa verið partur af lífi mínu undanfarin 18 ár. 

4. Starfstitill: Starfsmaður fíkniteymi heimaþjónustu á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkur, er líka í sjúkraliðanámi.

5. Sturluð staðreynd um þig: Að það er engin sturluð staðreynd. Ef vinkonur mínar ættu að svara þessu myndu þær sennilega segja að það væri sturluð staðreynd að ég hafi aldrei lent í árekstri eða valið einum slíkum. Annars finnst mér pínu sturlað að eiga þrjá heilbrigðra einstaklinga, á íbúð (að nafninu til), á yndislega fjölskyldu sem hefur staðið með mér í lífinu no matter what!! Á yndislegar vinkonur og vini sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég vinn við það sem mér þykir skemmtilegt, áhugavert og krefjandi sem er fólk. Hvað getur maður beðið um meira!!!

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Einfaldlega vegna þess að ég hef svo oft tekið þátt í því að tala um það sem ekki er gert. Hvers vegna eitthvað er svona en ekki hinsegin. Með því að gefa kost á sér í sveitastjórnarkosningum þá get ég lagt mitt af mörkum og haldið á lofti hugsjón okkar jafnaðarmanna og kvenna sem felst í frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Mig langar að vinna að áframhaldandi uppbyggingu án aðgreiningar á öllum vígstöðum í okkar samfélagi, hvort sem um ræðir unga eða aldna. 

Mig langar - ég vil. Fyrir mig - fyrir okkur öll

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1343.jpg
D00R1386.jpg

3. Kristinn Hallur Sveinsson

1. Nafn: Kristinn Hallur Sveinsson

2. Aldur: 49 ára

3. Fjölskylduhagir: Giftur Margréti Rós Jósefsdóttur, við eigum 3 syni, Svein Loga, Almar Daða og Dag Kára. 

4. Starfstitill:  Landfræðingur, starfa hjá Loftmyndum ehf. og hef verið bæjarfulltrúi og formaður velferðar- og mannréttindaráðs síðustu 3 ár

5. Sturluð staðreynd um þig:  Var orðinn syndur 3 ára. 

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér:  Hef haft áhuga á stjórnmálum frá unglingsaldri. Finnst ég hafa bæði þekkingu og persónulega reynslu sem nýtist í bæjarmálum og vil vinna að því að gera mjög góðan bæ enn betri.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1363.jpg

4. Anna Sólveig Smáradóttir

1. Nafn: Anna Sólveig Smáradóttir

2. Aldur: Höfum það 43. Það er voða vont á þessum aldri að vera “titluð” 44 ára þegar maður er ekki einu sinni orðin það:) Að sama skapi er auðvitað hvert ár dýrmætt í bankann

3. Fjölskylduhagur: Vel gift Símoni Hreinssyni og á Gunnar Smára Sigurjónsson, 15 ára og þrjá unga menn aukalega þá Sólon Ívar 22 ára, Arnór Freyr  29 ára og Hilmar Þór  30 ára, Símonarsyni. Þá skemmir ekki fyrir að eignast dásamlegar tengdadætur í kaupbæti.

4. Starfstitill: Sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun og eigandi Sjúkraþjálfunar Akraness, eigandi og þjálfari hjá Hreyfistjórn

5. Sturluð staðreynd um þig: Lærði sameindalíffræði út í USA og vann hjá Kára Stefáns í deCode við rannsóknir á blöðruhálskrabbameini. Svo er ég réttfætt en náði að komast í u16 landsliðið í fótbolta…á vinstri kantinn.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Mér fannst þetta spennandi áskorun og spennandi sæti á listanum. Ég var á leið í prufur fyrir kirkjukórinn þegar þetta kom upp en hann bíður vonandi eftir mér :)  Þegar það var leitað til mín fyrir rúmum 10-15 árum síðan var ég engan veginn stödd þarna og hefði haft lítið fram að færa, eða allvega fannst mér það á þeim tíma. Eftir nokkur góð símtöl og samtöl og þegar ég fann að þetta var eitthvað sem ég gat ekki alveg sleppt þá lét ég slag standa. Ég hef aldrei verið eitthvað sérstaklega pólitísk en ég hef ofboðslega mikinn áhuga á fólki og öllu því sem okkur fylgir og það er akkurat það, þetta snýst um fólkið og það sem því fylgir. Síðan er líka eitthvað “óþolandi” innbyggt í mig að ég hef gaman af áskorunum og að víkka út þægindarammann og þetta er heldur betur áskorun og ég er tilbúin til að vinna fyrir fólkið í samfélaginu, hlusta á íbúana, vinna með góðu fólki sama í hvaða flokki það er, og hlusta á fagfólkið og “fólkið á gólfinu” því það er mest búið að vinna þá grunnvinnu sem þarf til að taka ákvarðanir. Eftir mikla vinnu síðustu vikur með þessu ótrúlega vel gerða, trausta og reynslumikla fólki sem er með mér í þessu, finn ég að ég er klár í þetta og að ég hafi mögulega eitthvað fram að færa fyrir bæinn minn, tilbúin að hlusta, afla upplýsinga og vinna fyrir því að íbúar upplifi Akranes sem bæinn sinn og séu tilbúnir að taka þátt og gera skagann sk

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans

5. Björn Guðmundsson

1. Nafn: Björn Guðmundsson

2. Aldur: 65 ára

3. Fjölskylduhagir: Giftur

4. Starfstitill: Húsasmiður

5. Sturluð staðreynd um þig: Bóngóður og glaðlindur

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Til að stuðla að breytingum í bæjarkerfinu.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1337.jpg

6. Sigrún Ríkharðsdóttir

1. Nafn: Sigrún Ríkharðsdóttir

2. Aldur: 60 ára

3. Fjölskylduhagir: Fráskilin

4. Starfstitill: Tómstunda- og félagsmálafræðingur

5. Sturluð staðreynd um þig: Þekkist sem háværasta kona Íslands á vellinum

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Þetta er bærinn minn og ég vil leggja mitt af mörkum fyrir hann

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1355.jpg
D00R1361.jpg

7. Benedikt Júlíus Steingrímsson

1. Nafn: Benedikt Júlíus Steingrímsson

2. Aldur: 19. ára (2002).

3. Fjölskylduhagir: Ég á kærustu.

4. Starfstitill: Vinn sem rafvirki (ekki með sveinspróf).

5. Sturluð staðreynd um þig: Hef aldrei átt hjól.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum og held að framboð geti verið góð leið til þess að læra meira.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1341.jpg

8. Guðríður Sigurjónsdóttir

1. Nafn: Guðríður Sigurjónsdóttir

2. Aldur: 51 árs

3. Fjölskylduhagur: Gift Gústa mínum, móðir þriggja drengja og amma tveggja gullmola

4. Starfstitill: Ég er leikskólakennari í leikskólanum Garðaseli, fulltrúi í skipulags-og umhverfisráði, Varaformaður menningar- og safnanefndar og varabæjarfulltrúi.

5. Sturluð staðreynd um þig: Ég er mikill fagurkeri, elska góðan mat og er afskaplega vandlát á gott hvítvín. Ég fer aldrei aftur í kollhnís.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Ég brenn fyrir jöfnuði og því að hér á Akranesi hafi allir það gott og að hér sé gott fyrir alla að búa. Ég veit að hugsjón mín og þekking á bæjarmálum skiptir máli og ég veit að ég get haft áhrif með því að vera með. Ég brenn fyrir bættu samfélagi og góðu menningarlífi í ört stækkandi bæjarfélagi með jöfnuð og gleði að leiðarljósi. Það er gaman að búa á Akranesi.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans

9. Auðun Ingi Hrólfsson

1. Nafn: Auðun Ingi Hrólfsson

2. Aldur: 22 ára

3. Fjölskylduhagir: Í sambúð

4. Starfstitill: Starfsmaður í félagsmiðstöð og með félagslega liðveislu.

5. Sturluð staðreynd um þig: Hef ferðast til 22 landa hringinn í kringum heiminn.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Langar að hafa áhrif á mitt samfélag og þá sérstaklega tómstunda- og félagsmál.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1359.jpg

10. Bára Daðadóttir

1. Nafn: Bára Daðadóttir

2. Aldur: 39 ára

3. Fjölskylduhagir: Gift og eigum við saman fjögur börn, einn strák og þrjár stelpur.

4. Starfstitill: Félagsráðgjafi.

5. Sturluð staðreynd um þig: Ég var alin upp við mikla umhverfisvitund og umhverfisvernd en þegar ég var 8 ára (árið 1991) tókum við fjölskyldan þátt í norrænu verkefni. Við vorum svokölluð græn fjölskylda og í því fólst að við áttum að lifa á umhverfisvænni hátt en áður. Mamma og pabbi þurftu að halda utan um og mæla hversu mikið bíllinn var notaður, vigta og flokka sorp og svo framvegis í ákveðinn tíma. Þetta var alveg sérstakt á þeim tíma þó við flokkum öll (vonandi) sorp í dag en ég er foreldrum mínum mjög þakklát fyrir að hafa gert okkur systkinin svona meðvituð um umhverfið í uppeldinu.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Ég hef mikinn áhuga á bæjarmálunum og býð mig fram til þess að hafa áhrif á það sem er að gerast í bænum okkar.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1347.jpg

11. Uchechukwu Eze

1. Nafn: Uchechukwu Michael Eze

2. Aldur: 50 ára

3. Fjölskylduhagur: Giftur og eigum saman þrjú börn

4. Starfstitill: Verkamaður

5. Sturluð staðreynd um þig: Byrjaði að labba um 7 mánaða

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Ég hef áhuga á uppbyggingu bæjarfélagsins

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1377.jpg

12. Margrét Helga Ísaksen

1. Nafn: Margrét Helga Isaksen

2. Aldur: 26 ára

3. Fjölskylduhagir: í sambúð og 2 barna móðir

4. Starfstitill: Hjúkrunarfræðinemi

5. Sturluð staðreynd um þig: Er uppalin á Ísafirði en tel mig ansi stoltan Skagamann í dag og myndi hvergi annarsstaðar vilja búa.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Hef brennandi áhuga á bæjarpólitík, ég vil að allir njóti þess að búa í fallega bænum okkar og tel að saman sem heild getum við gert frábæra hluti.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans

13. Pétur Ingi Jónsson

32 ára

Lífeindafræðingur

1. Nafn: Pétur Ingi Jónsson

2. Aldur: 32

3. Fjölskylduhagir: Giftur Sunnu Dís Jensdóttur, tvö stjúpbörn Ísarr Myrkvi og Eldey Rán

4. Starfstitill: Lífeindafræðingur á HVE, Akranesi

5. Sturluð staðreynd um þig: Við fjölskyldan eigum 3 hunda, 2 ketti og einn hamstur

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Ég tel mikilvægt að standa vörð um jöfnuð og vandaða þjónustu í bæjarfélaginu okkar

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1351.jpg

14. Þóranna Hildur Kjartansdóttir

1. Nafn: Þóranna Hildur

2. Aldur: Að verða 49 ára 27. apríl

Fjölskylduhagir: Í sambandi og á 3 börn og 1 hund

3. Starfstitill: Sjúkraliði en er einnig lyfjatæknir og förðunarfræðingur

4. Sturluð staðreynd um þig: Ég elska að ganga á fjöll en er lamandi lofthrædd

5. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Það var leitað til mín og ég sagði auðvitað já. Frábært tækifæri til að vinna að góðum hlutum fyrir bæinn okkar og svo spennandi tímar framundan með góðu fólki. Þetta er líka svo lærdómsríkt.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1331.jpg
D00R1381.jpg

15. Júlíus Már Þórarinsson

1. Nafn: Júlíus Már Þórarinsson

2. Aldur: 77 ára

3. Fjölskylduhagir: Giftur Jónu Kristrúnu Sigurðardóttur. Við eigum samtals 6 dætur, 21 barnabarn og 8 barnabarnabörn.

4. Starfstitill: Véltæknifræðingur

5. Sturluð staðreynd um þig: Félagslyndur

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Til að gera það sem ég get til að gera samfélagið betra.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans

16. Erna Björg Guðlaugsdóttir

1. Nafn: Erna Björg Guðlaugsdóttir

2. Aldur: 57 ára

3. Fjölskylduhagir: Gift og á 3 börn 34, 32 og 26 ára og 4 barnabörn.

4. Starfstitill: Grunnskóla- og framhaldsskólakennari og er einnig menntaður námsráðgjafi.

5. Sturluð staðreynd um mig: Ég er blakari, er með 2 tattú og ég get ekki snert dýr.

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Hef mikinn áhuga á öllum velferðarmálum og skólamálum.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans

17. Ágústa Friðriksdóttir

Við kynnum til leiks Ágústu Friðriksdóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar

1. Nafn: Ágústa Friðriksdóttir.

2. Aldur: 56

3. Fjölskylduhagir: Gift og 3 stelpur

4. Starfstitill: Ljósmyndari, Ökukennari og starfa líka sem Hafnargæslumaður.

5. Sturluð staðreynd um þig: Ég er búin að vera með börn í grunnskóla í 28 ár

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Hef alltaf verið vinstri maður og jöfn tækifæri fyrir alla er eitt það mikilvægasta til að hafa gott samfélag. En ég hef alltaf haft áhuga á að gera góðan bæ betri og þá þarf maður að taka þátt í að móta.

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1333.jpg

18. Guðjón S. Brjánsson

Við kynnum til leiks Guðjón S. Brjánsson frambjóðanda Samfylkingarinnar.

 

1. Nafn: Guðjón Svarfdal Brjánsson

2. Aldur: 67 ára

3. Fjölskylduhagur: Afbragðsvel kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur

4. Starfstitill: Fv. alþingismaður

5. Sturluð staðreynd um þig: Að ég skuli vera orðinn 67 ára gamall!

6. Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér: Fyrir Smára Guðjónsson

 • samfylkingin_logohvitt_fb_trans
D00R1380.jpg
bottom of page