


6
Ása Katrín Bjarnadóttir
Nemandi í umhverfisskipulagi
Ása Katrín Bjarnadóttir er fædd á Akranesi árið 1990 og er dóttir Bjarna Einars Gunnarssonar og Valgerðar Olgu Lárusdóttur. Hún er í sambúð með Hauki Óla Ottesen og saman eiga þau börnin Orra, 4 ára, og Sóleyju, 2 ára.
„Við Haukur erum bæði fædd og uppalin á Akranesi og það kom því aldrei neitt annað til greina en að ala börnin okkar upp hér enda er samfélagið afar fjölskylduvænt og hér höfum við sterkar rætur.
Fyrstu 20 ár ævi minnar bjó ég við Krókalónið og lærði á lífið í fjörunni þar og upplifði gríðarleg forréttindi að hafa náttúruna í bakgarðinum.
Ég hef ávallt verið í tónlist og er það stór partur af mér. Í framhaldsskóla var ég í hljómsveitinni Cosmic Call og í dag er ég partur af fiðlusveitinni Slitnir strengir.
Í gegnum tíðina hef ég unnið ýmis störf, t.d. í Elkem, vopnaleit á Keflavíkurflugvelli, sem tjaldvörður í Kalmansvíkinni, kaffibarþjónn og stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla.