top of page

8

Uchechukwu Eze

Verkamaður

Uchechukwu er fæddur í Aba í Nígeríu sem er fimm milljón manna borg. Honum fannst því kærkomið að setjast að hér á Akranesi þar sem hann hefur búið síðustu 20 árin.

„Ég er giftur og á þrjú börn. Ég hef unnið sem verkamaður í byggingarvinnu en starfað í álverinu á Grundartanga núna í átta ár. Málefni fjölskyldunar eru þau helstu sem brenna á mér. Leikskólar þurfa að geta tekið inn yngri börn en þeir gera í dag. Það þarf að jafna stöðu barna til að stunda íþróttir og tómstundir með hærra tómstundaframlagi. Við þurfum líka að fá meira úrval af tómstundum og íþróttum hérna á Akranes svo allir geti látið ljós sitt skína.“

bottom of page