
Skólar
Skóla- og frístundastarf er einn af hornsteinum fjölskylduvæns bæjarfélags. Þar eigum við að tryggja börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Margbreytileiki í skóla- og frístundastarfi er nauðsynlegur og við viljum að leiðarljós skólanna verði að virkja styrkleika barna og ungmenna, kveikja áhuga þeirra og ýta undir sköpun og frumkvæði. Skólar á Akranesi eru margir og ólíkir og í fagmennsku þeirra og fjölbreytni liggur styrkur Akraness sem skólabæjar.
Hjarta bæjarins slær í skólunum. Þess vegna viljum við ...
-
standa vörð um og efla faglega samvinnu milli allra skólastiga.
-
hlúa enn betur að góðu samstarfi grunnskólanna og tónlistarskóla með það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi tónlistaruppeldis.
-
hlúa að móðurmáli og íslenskukennslu barna sem eru með annað móðurmál en íslensku.
-
auka áhrif barna og ungmenna á innihald og skipulag eigin náms og frístundastarfs.
-
að börn geti stundað tónlistarnám óháð efnahag.
-
aðstoða ungmenni við að finna sér farveg í námi eða starfi þegar grunnskóla lýkur.
-
berjast fyrir því að FVA verði efldur sem iðn- og tækniskóli á Vesturlandi.
-
styrkja framhaldsfræðslu og starfsemi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á Akranesi.
-
tryggja öllum börnum frá 18 mánaða aldri leikskólapláss.
-
hækka mótframlag til foreldra vegna vistunar hjá dagforeldrum frá 9 mánaða aldri.
-
búa til skýra aðgerðaráætlun sem snýr að því að standa vörð um framúrskarandi leikskólastarf á Akranesi.
-
bæta starfsumhverfi í leikskólum og minnka áreiti og álag bæði á börn og starfsfólk, með fyrirmynd í tillögum Reykjavíkurborgar um bætt starfsumhverfi á leikskólum.
-
færa afleysingar vegna forfalla í leikskólum í sama horf og það var fyrir hrun.
-
hefja hönnun og undirbúning á nýjum leikskóla með tilliti til ungbarnadeildar með tilheyrandi aðstöðu.
-
styðja þá sem starfa í skólum bæjarins til náms og starfsþróunar.
-
standa vörð um gott innra starf grunn- og leikskóla.
-
skilgreina þarfir grunnskólanna og mæta þeim þörfum.
-
að kerfi bæjarins vinni vel saman við að mæta þörfum barna og fjölskyldna.
-
leggja áherslu á mikilvægi þverfaglegs starfs og nýta breiddina í starfsmannahópnum.
-
að skólar og leikskólar bæjarins vinni í anda heilsueflandi samfélags.
-
skila húsvörðunum inn í skólana.
-
að Akraneskaupstaður móti framtíðarsýn varðandi fjölgun barna og viðbrögð við henni.
-
að Akraneskaupstaður móti skólastefnu fyrir 16-18 ára unglinga.
-
gott aðgengi fyrir alla að öllu skóla- og frístundahúsnæði bæjarins.

