top of page

12

Þóranna Hildur Kjartansdóttir

Sjúkraliði

Ragnheiður fæddist á Akranesi 3. nóvember 1979 og er dóttir hjónanna Þórunnar Úrsúlu Steinarsdóttir og Stefáns Jónssonar. Ragnheiður er gift Benedikt Helgasyni, formanni vélaverkstæðis Norðuráls, og eiga þau dæturnar Söru Katrínu, 20 ára, og Birtu Marín, 12 ára. Hjónin eiga eitt barnabarn sem er Gabríel Máni, eins árs.
 

„Ég starfa sem sjúkraliði hjá Starfsendurhæfingu Vesturlands Akranesi. Þar sinni ég fjölbreyttum verkefnum sem styðja fólk í að komast aftur út á vinnumarkað. Áhugamál mín eru hestamennska, sjósund, matargerð og almenn sjálfsrækt.

Ég brenn fyrir öflugu velferðarsamfélagi sem byggir á traustu atvinnulífi og jafnrétti fyrir alla. Mín helstu áherslumál eru velferð eldra fólks og að Akranes verði fyrirmyndarsveitarfélag í þjónustu og velferð fyrir alla samfélagsþegna. Ég tel brýnt að huga að opnum svæðum í bænum og að umhverfi bæjarins verði fallegt ásýndar, ásamt því að horft verði til framtíðar í skipulagsmálum Akraness.“

bottom of page