top of page



11
Pétur Ingi Jónsson
Lífeindafræðingur
Pétur Ingi er 29 ára og hefur búið á Akranesi frá því hann var 16 ára. Foreldrar hans eru Kristín Sigríður Jónsdóttir og Jón Sigurður Ólason. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í lífeindafræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og hefur starfað á Heilbrigðisstofnun Vesturlands síðan 2012.
„Ég tel að styðja þurfi við grunnstoðir samfélagins og tryggja þannig að Akranes sé ávallt í forystu sem fjölskylduvænn bær, að hér sé gott að búa fyrir alla hópa samfélagsins.
Ég tel það vera grunn að farsælu samfélagi að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklinga og þess vegna þurfa allir aldurshópar að hafa aðstöðu til hreyfingar.
Heilsuefling er öllum til bóta.“
bottom of page