top of page

Öruggur rekstur bæjarins

Samfylkingin ætlar að halda áfram að opna stjórnsýsluna, auka íbúalýðræðið og sýna ábyrgð í fjármálastjórnun, því þegar allt kemur til alls er örugg fjármálastjórnun undirstaða lífsgæða í bænum.

Öruggur rekstur og opin stjórnsýsla fyrir alla. Þess vegna viljum við ...

 

  • forgangsraða verkefnum í anda jafnaðarstefnunnar. Við viljum hlúa vel að velferðarkerfinu í bænum, skólunum, hjúkrunar- og dvalarheimilinu og öðrum þeim þáttum sem styrkja samfélagsgerðina og treysta lífsskilyrði íbúanna.

  • sjá til þess að bætt fjárhagsstaða bæjarins skili sér til þeirrar þjónustu sem skera þurfti niður þegar skóinn kreppti.

  • gera Skagann skemmtilegri, með fjölbreyttari möguleikum til útivistar í samráði við bæjarbúa.

  • stuðla að stofnun hverfaráða, þar sem íbúarnir geti tekið ákvarðanir um þau málefni sem varða þá sérstaklega. Slík hverfaráð fái ákvörðunarvald um ráðstöfun fjár sem þeim yrðu veitt á fjárhagsáætlun hverju sinni.

  • nýta fjárhagslegt svigrúm til að byggja upp og fegra bæinn.

  • halda reglulega íbúafundi um atvinnumál, menningarmál, skipulagsmál, skólamál og önnur mikilvæg mál.  

  • halda áfram að virkja og þróa rafræna íbúagátt á nýjum vef Akraneskaupstaðar.

  • auka upplýsingaflæði til bæjarbúa.

  • setja í gang „óskalista“ bæjarbúa varðandi verkefni sem þarf að leysa.

  • halda áfram að vinna að lækkun skulda bæjarsjóðs og þannig lágmarka fjármagnskostnað.

  • kanna reglulega gæði þjónustunnar sem Akraneskaupstaður veitir.

  • viðhalda faglegum vinnubrögðum í viðskiptum bæjarins og gæta fyllstu hagkvæmni í innkaupum.

  • halda áfram að sýna ábyrgð með vandaðri áætlanagerð og öruggri fjármálastjórn.

  • að Akranes verði áfram fremst í flokki meðal sveitarfélaga hvað varðar þjónustu við bæjarbúa.

#xsAkranes

bottom of page