
Menning á Akranesi
Akranes blómstrar sem menningarbær þar sem íbúar hafa kost á að njóta og taka þátt í menningu og listum. Listir ýta undir jákvæða sjálfsmynd, gagnrýna og skapandi hugsun og samfélagsvitund. Stuðla þarf að fjölbreytni og áframhaldandi uppbyggingu menningarlífs á Akranesi og styðja við skapandi framtak bæjarbúa.
Lifandi menning fyrir alla. Þess vegna viljum við ...
-
standa myndarlega að föstum viðburðum og menningarhátíðum bæjarins.
-
skapa vettvang til menningarþátttöku unga fólksins.
-
barnamenningarhátíð með virkri þátttöku skólanna í bænum.
-
hlúa að öflugu starfi Tónlistarskólans og öðru tónlistarstarfi á Akranesi.
-
nýta Tónberg betur sem vettvang menningar og lista.
-
styðja við fjölbreytta starfsemi bókasafns, héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Akraness, m.a. með lengingu opnunartíma.
-
halda áfram að merkja helstu fornminjar, örnefni og sögustaði í bæjarlandinu.
-
leita eftir samvinnu við húseigendur til að setja upp upplýsingaskilti við gömul hús í bænum þar sem greint er frá sögu hússins.
-
gera stefnumótun um áframhaldandi uppbyggingu og viðhald á safnasvæðinu.
-
nýta safnasvæðið til lifandi viðburðahalds.
-
finna Íþróttasafni Íslands viðunandi stað svo það sé stolt okkar og sérstaða.
-
bjóða upp á Skagapassann sem veitir aðgang með afslætti að t.d. söfnum, sundlaugum og viðburðum.
-
gera styrkjamál aðgengilegri á vef bæjarins og fjölga úthlutunartímabilum.
-
gera viðburðadagatal sýnilegra og virkara.
-
styrkja menningarlífið í bænum með því að tiltækt sé húsnæði fyrir listamenn, leikhópa og tónlistarfólk til að vinna að listsköpun og kynna sig og verk sín.
-
bæta viðhald á útilistaverkum í bænum, merkja þau og lýsa þau upp.
-
setja upp upplýsingaskjái á völdum stöðum í bænum þar sem sjá megi upplýsingar um viðburði og fleira.
-
setja aðfangastefnu fyrir Akraneskaupstað varðandi kaup og söfnun listaverka.
-
fylgja menningarstefnu bæjarins eftir með aðgerðaáætlun.

