


10
Margrét Helga Ísaksen
Háskólanemi
Margrét Helga er 22 ára, býr með Sigurði Trausta doktorsnema og saman eiga þau Ásthildi Leu, fædda í september 2017.
„Ég er uppalin á Ísafirði en fluttist til Akraness ásamt fjölskyldu minni árið 2009. Ég er ótrúlega ánægð með það því það gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég gekk í Grundaskóla og lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut árið 2014 frá FVA. Ég var formaður nemendafélagsins NFFA skólaárið 2013-2014 og einnig formaður góðgerðarfélagsins Eynis og íþróttaklúbbs skólans. Af því lærði ég margt gott og gagnlegt. Það sem ég er stoltust af er hvað það eru flottir og góðir skólar hérna á Akranesi og hvað það er tekið vel á móti nýjum bæjarbúum. Ég tel nauðsynlegt að halda áfram að leggja rækt við það og gera enn betur. Mér finnst Akranes vera frábær fjölskyldubær þar sem gott er að alast upp og verja ævinni. Því tel ég meðal annars mikilvægt að hjálpa ungu fólki sem vill búa á Akranesi en stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.“