top of page

14

Ívar Orri Kristjánsson

Tómstunda- og félagsmálafræðingur

Ívar Orri Kristjánsson er fæddur árið 1989 og hefur búið á Akranesi frá árinu 2009, þó með tveggja vetra stoppi á æskuslóðunum á Laugum í Sælingsdal. Ívar er í sambúð með Hörpu Jónsdóttur og eiga þau saman tvo börn. Ívar hefur lokið BA-námi frá Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði og starfar sem slíkur í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.
 

„Sem áhugamaður um fólk almennt eru mál fjölskyldna, skólamál og frístundamál mér mjög kær fyrir komandi kosningar. Ég tel okkur standa framarlega á mörgum vígstöðum sem bæjarfélag en ég veit fyrir víst að við getum gert betur og eigum að gera þá kröfu á okkur sjálf að komast í fremstu röð þegar kemur að ungu fjölskyldufólki, menntun barnanna okkar og fjölbreyttu frístundastarfi fyrir alla á Akranesi. Því við búum svo ríkulega að flottu og hæfileikaríku fólki sem á það skilið. Hér á Akranesi eru nefnilega ALLIR FLOTTIR!“

bottom of page