top of page

Íþróttir og frístundastarf

Í frístundastarfi gefast spennandi tækifæri til að vinna með félagsfærni og sjálfsmynd barna, virkja skapandi hugsun þeirra, líkamlegt atgervi, seiglu og sjálfstæði. Vel skipulagt starf á vegum Akraneskaupstaðar, íþróttafélaga og félagasamtaka er mikilvæg samfélagsleg auðlind hér á Akranesi. Við leggjum áherslu á jafnt aðgengi allra barna að frístundastarfi og að starfið sé m.a. nýtt til að kynna börnum fjölbreytilega kosti á sviði verk-, tækni- og listnáms auk íþrótta.

Öflugt íþrótta- og frístundastarf fyrir alla. Þess vegna viljum við ...

 

  • efla ímynd Akraness sem heilsueflandi samfélags.

  • vera í virkri samvinnu við íþróttahreyfinguna varðandi forgangsröðun og stefnumörkun íþróttamála í bænum.

  • stuðla að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja bæjarins með það að markmiði að þau verði sterk þjónustumiðstöð í samfélaginu.

  • að öll börn hafi aðgang að frístundastarfi óháð efnahag og uppruna.

  • stuðla að auknu samstarfi milli skóla og frístundastarfs.

  • bæta frjálsíþróttaaðstöðu.

  • innleiða reiðkennslu í grunnskólana, t.d. með knapamerkjanámskeiði með tilkomu reiðhallar.

  • auka sjálfstæði frístundaheimila fyrir yngstu bekki grunnskólans og styðja við uppbyggingu á öflugu og faglegu frístundastarfi á þeim vettvangi.

  • tryggja frístundaheimilum góða aðstöðu og mæta gæðaviðmiðum um starfsemi þeirra.

  • lengri opnunartíma íþróttamannvirkja yfir sumartímann.

  • hækka tómstundaframlag til að tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundastarfi við hæfi.

  • Auka möguleika á hreyfingu og útivist, m.a. með íþrótta- og leikvöllum utanhúss.

#xsAkranes

bottom of page