top of page

18

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri

Ingibjörg er borin og barnfædd á Skaganum, gift og þriggja barna móðir. Hún er viðskiptafræðingur að mennt með M.sc. í alþjóðaviðskiptum.
 

„Ég á og rek fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari og sé einnig um markaðsmálin í öðru fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem við hjónin eigum og rekum og heitir StayWest. Ég hef setið í bæjarstjórn síðustu átta ár. Á þeim tíma hef ég setið í bæjarráði, verið formaður Heilbrigðisnefndar Vesturlands, setið í stjórn Faxaflóahafna, verið formaður Fjölskylduráðs, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar og varaformaður SSV. Ég hef því ágætis reynslu þegar kemur að bæjarmálum. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skóla-, íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utan um uppbyggingu atvinnulífsins.      

Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og farið sé skynsamlega með fjármuni bæjarbúa. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum af fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að líta upp úr pólitískum flokkadráttum.“      

bottom of page