


7
Guðríður Sigurjónsdóttir
Leikskólakennari
Guðríður er 47 ára, borin og barnfædd á Skaganum, leikskólakennari með diplómu í menningarstjórnun og starfar í leikskólanum Garðaseli. Hún er gift Ágústi Ingimarssyni netagerðarmeistara og eiga þau þrjá syni, tengdadóttur og eitt barnabarn.
„Ég hef starfað fyrir Samfylkinguna síðustu tvö kjörtímabil og hlúð að menningarmálum bæjarins. Ég gef kost á mér til starfa fyrir bæinn minn vegna þess að ég vil hafa áhrif á það góða og fjölskylduvæna samfélag sem Akranes er, þar sem þörfum allra bæjarbúa er sinnt, óháð aldri og stöðu. Ég er stolt af því að búa í bæ með eina bestu skóla landsins ásamt því að hafa eitt hæsta hlutfalli fagmenntaðra leik- og grunnskólakennara á landinu en til að svo megi áfram vera þarf að hlúa að starfsumhverfi nemenda og kennara ásamt því að styðja við bakið á kennaranemum með markvissari hætti en við höfum gert. Svo uppbygging megi áfram verða enda sóknarfærin ótal mörg í skólasamfélaginu okkar.
Menningarmálin eru mér hugleikin og hefur margt áunnist en enn er margt sem þarf að vinna að, ljúka þarf aðgerðaráætlun fyrir stefnumótun, hlúa þarf að menningarverðmætum, viðhaldi og merkingu listaverka, uppbyggingu og viðhaldi á Safnasvæðinu ásamt því að styðja við bakið á sjálfsprottnu menningarlífi bæjarbúa.“