top of page

Guðríður fæddist 12. ágúst 1958 í Reykjavík en fluttist til Akraness tveggja ára gömul. Hún er dóttir Bryndísar Jónasdóttur hjúkrunarfræðings og Haraldar Jónassonar lögfræðings (d. 2001). Gurrí flutti til Reykjavíkur 1971, kom aftur ásamt þáverandi eiginmanni sínum til Akraness og bjó þar árin 1978-1982, og flutti síðan alkomin heim á Skagann árið 2006. Sonur Guðríðar, Einar Þór Einarsson, fæddist á Akranesi árið 1980 og lést af slysförum í byrjun árs 2018.

„Ég stundaði nám við Barnaskóla Akraness, Austurbæjarskóla, Vörðuskóla, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks, Fjölbrautaskóla Vesturlands (öldungadeild) og Háskóla Íslands.

13

Sigrún Ríkharðsdóttir

tómstunda- og félagsmálafræðingur / náms- og starfsráðgjafi

Í æsku fór ég í sveit á sumrin, starfaði í fiskvinnslu á yngri árum, var au pair í London, vann á skrifstofum, m.a. hjá DV, Búseta og Húsnæðisstofnun ríkisins, var útvarpskona í rúm tíu ár, m.a. hjá Rás 2, Stjörnunni og Aðalstöðinni, blaðamaður hjá Vikunni í sautján ár og hef starfað ögn við kennslu en aðallega prófarkalestur síðustu árin.

Frá árinu 2017 hef ég verið fósturmóðir unglingsdrengs. Áhugamál mín eru m.a. lestur, tónlist, hekl, fótbolti og gott kaffi.

Á Akranesi er einstaklega gott að búa og mig langar að leggja mitt af mörkum til að gera góðan bæ enn betri. Fram að þessu hef ég ekki tekið þátt í pólitísku starfi en alltaf haft brennandi áhuga á m.a. menningu, jafnrétti, góðum samgöngum, húsnæðismálum og ekki síst velferðarmálum. Við eigum öll að hafa sömu möguleika í lífinu.“

bottom of page