top of page

16

Júlíus Már Þórarinsson

Mælingaverkfræðingur

Guðmundur er fæddur og uppalinn á Akranesi og hefur búið hér nánast allt sitt líf. Hann er kvæntur Katrínu Valdísi Hjartardóttur og saman eiga þau þrjú börn, Kristínu Önnu og Unni Katrínu sem eru fimm ára og Guðmund Kára sem er eins árs. Hann er menntaður mælingaverkfræðingur frá NMBU í Noregi og starfar hjá Landmælingum Íslands.
 

„Mitt leiðarstef í stjórnmálum hefur alltaf snúist um jöfn tækifæri. Að veita öllum tækifæri til að ná árangri í lífi sínu. Að allir geti haft aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu óháð efnahag og stöðu í þjóðfélaginu, frá vöggu til grafar. Þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á skipulags- og umhverfismálum. Ég tel að góð umgjörð í þeim efnum auðveldi vinnuna við að skapa gott samfélag. 

Mikilvægt er að horfa til lengri framtíðar og hafa þá kosti upp á borðum sem við höfum áhuga á, t.d. í atvinnuuppbygginu. Stundum geta góð tækifæri glatast einfaldlega vegna þess að skipulag er ekki tilbúið. Þá koma reglulega upp hugmyndir sem stangast á við skipulag. Sumar kunna að hljóma vel. Þá er mikilvægt að spyrja sig: Mun þetta stuðla að því að bærinn okkar verði aðlaðandi, lifandi og eftirsóknarverður staður til að búa í? En það hlýtur að vera lokamarkmiðið.“

bottom of page