


5
Benedikt Júlíus Steingrímsson
Rafvirkjanemi
„Sæl, öllsömul. Mig langar að segja aðeins frá mér og mínum. Ég heiti Guðjón Viðar Guðjónsson, er 58 ára rafvirki hjá Norðuráli, borinn og barnfæddur Skagamaður. Ég er í sambúð með Jolöntu Mariola frá Póllandi. Ég á tvö börn, Bjarka Þór og Bjarneyju Helgu, og Jolanta á tvær dætur, Paulinu og Magdalenu.
Í frítíma mínum eru mín helstu áhugamál golf og skógrækt en Akranes hefur margt að bjóða til afþreyingar enda frábær staður til að búa á.
Varðandi stefnumál mín fyrir þessar kosningar legg ég áherslu á að farið verði í stefnumótun og framtíðarsýn fyrir þann ört stækkandi hóp eldri borgara á Akranesi. Kanna hverjar þarfir þessara bæjarbúa eru, t.d. varðandi afþreyingu og annað sem skiptir þennan hóp máli. Kanna hver staðan er varðandi heilsugæslu og einnig hvort ekki sé kominn tími á að stækka Höfða.
Akraneskaupstaður á að sjá til þess að hér sé starfrækt öflug verknámsbraut við FVA þar sem flestar iðngreinar séu kenndar og þá í samstarfi við atvinnulífið.Gera þarf öllum krökkum á grunnskólaaldri kleift að stunda íþróttir, tónlist og annað félagsstarf óháð efnahag. Íþróttir, tónlist og allt félagsstarf er besta forvörnin gegn skaðlegu líferni.Ég segi bara: Áfram, Skagamenn, og munið XS Akranes.“