top of page

Ferðamannabærinn Akranes

Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein og er á skömmum tíma orðin einn af burðarstólpum íslensks efnahagslífs. Í ferðaþjónustunni geta falist mikil sóknarfæri og atvinnutækifæri fyrir Akurnesinga. Akraneskaupstaður á að skapa umgjörð sem einkarekstur í ferðaþjónustu getur þrifist í.

Þess vegna viljum við …

 

  • að Akraneskaupstaður setji sér stefnu í ferðamálum.

  • halda áfram að byggja upp útivistarsvæði og aðra lykilstaði fyrir bæjarbúa og ferðamenn.

  • bæta upplýsingagjöf til ferðamanna, m.a. með því að fara vel yfir skilti og merkingar í bænum og með því að koma fyrir upplýsingaskjám á helstu viðkomustöðum ferðamanna.

  • vekja athygli á Akranesi sem góðum kosti fyrir fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu.

  • stuðla að samráðsvettvangi ferðaþjónustuaðila á Akranesi.

#xsAkranes

bottom of page