
Fegrun bæjarins og skipulag
Mikil lífsgæði eru fólgin í því að búa í fallegum bæ þar sem allir íbúar geta komist ferða sinna og notið útivistar. Til þess þurfum við að halda áfram af krafti og metnaði að fegra bæinn og lagfæra götur og stígakerfi.
Góðar götur, heildstætt stígakerfi og fallegur bær fyrir alla. Þess vegna viljum við ...
-
áherslu á viðhald á mannvirkjum bæjarins.
-
vernda strandlengju Akraness og bæta gönguleiðir að og meðfram henni.
-
gera bæinn grænni með því að minnka sorp, auka endurvinnslu og bæta við flokkun á lífrænum úrgangi.
-
að Akranes verði plastpokalaust samfélag.
-
vernda grænu svæðin í bænum, sinna þeim betur og gera þau aðgengilegri fyrir alla.
-
„hjólað á sléttunni“ – hjóla- og gönguleið hringinn í kringum bæinn.
-
setja aukinn kraft í framkvæmdir við göngu- og hjólreiðastíga þannig að bæjarbúar geti farið um hindrunarlaust og heildstætt stígakerfi um allan bæ.
-
langtímaáætlun um endurnýjun slitlags á götum bæjarins.
-
sérstakt átak í að fegra og bæta aðkomu að stofnunum bæjarins, s.s. skólum og íþróttamannvirkjum.
-
sameiginlegt átak bæjar og íbúa til að fegra hús og garða, sérstaklega í eldri hluta bæjarins.
-
auka þrýsting á eigendur auðra húsa í bænum til þess að þeir sinni viðhaldi á þeim eignum og komi þeim í notkun.
-
setja gömlu götuheitin á Neðri-Skaga á skilti við hlið þeirra nýju.
-
hlúa að leikvöllum og byggja upp hverfisgarða í samstarfi við íbúa, með stofnun hverfaráða.
-
setja í forgang þarfir hjólandi, gangandi og hreyfihamlaðra við endurhönnun gatna og stíga.
-
fjölga bekkjum við helstu gönguleiðir bæjarins.
-
bæta umferðarmerkingar, merkingar á gangbrautum og hraðahindranir í bænum.
-
fegra aðkomuna inn í bæinn.
-
laga aðgengi að Garðalundi með því að lagfæra bílastæði og aðkeyrslu ásamt því að tengja lundinn við bæinn með göngustíg.

