top of page

Eldri borgarar á Akranesi
Það á að vera gott að eldast á Akranesi. Fólk á að hafa sem mest áhrif á eigin aðstæður og hafa val eins lengi og kostur er um atvinnuþátttöku, viðbótarmenntun, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf fólki að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimilis.
Aldursvænt samfélag. Þess vegna viljum við …
-
að Akranes sé bær fyrir alla – óháð aldri.
-
stuðla að heilsueflingu eldra fólks og tryggja gott aðgengi að íþróttaaðstöðu.
-
að þjónustu- og félagsmiðstöð fyrir eldri borgara verði kláruð á kjörtímabilinu.
-
að eldri borgurum sé gert kleift að búa sem lengst á eigin heimili og fái þann stuðning sem þarf hverju sinni.
-
vinna að uppbyggingu á fjölbreyttum búsetuúrræðum fyrir eldra fólk.
-
tryggja farsælan rekstur Höfða í samvinnu við stjórnendur heimilisins, m.a. með fjölgun hjúkrunarrýma.
-
tryggja möguleika eldri borgara til félagslegrar þátttöku.
-
styrkja heimaþjónustu og heimahjúkrun ásamt endurhæfingar- og dagþjálfunarúrræðum.
-
að Akraneskaupstaður sýni gott fordæmi við að bjóða upp á sveigjanleg starfslok.


#xsAkranes
bottom of page