


9
Björn Guðmundsson
Húsasmiður
„Ágæti kjósandi á Akranesi. Eflaust eru sum andlit oftar á framboðslistum en önnur og þarf það ekki endilega að vera neikvætt. Ég býð enn á ný fram starfskrafta mína fyrir bæjarfélagið, því enn er margt ógert sem ég hefi barist fyrir í gegnum árin. Það hefur ýmislegt áunnist, en margt er óunnið. Ég nefni sem dæmi fjögur mál en þau eru málefni fatlaðra, aldraðra, atvinnumál og rekstur bæjarfélagsins. Fara þarf heildstætt yfir þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir fötluðum með það að markmiði að þjónustan uppfylli þarfir hins fatlaða. Séu ekki nægjanlegir fjármunir til málaflokksins þá sækjum við þá. Allir vita á hvaða vegferð við erum er kemur að málefnum aldraðra. Núna, fjórum árum eftir að gert var samkomulag við aldraða um félagsmiðstöð, er hún enn ekki risin og ekki vitað hvenær það gerist, þetta er ekki boðlegt.
Atvinna er undirstaða velferðar bæjarbúa, við getum sagt að á Akranesi sé ekki mikið atvinnuleysi, en á Akranesi vantar ýmis störf. Ber að nefna vel launuð störf fyrir vel menntað fólk og ef bæjarfélagið þarf að koma að því, verður svo að vera. Þá kemur að rekstri bæjarfélagsins. Þegar skoðaðir eru reikningar kemur í ljós að Akranes er láglaunasvæði og það hefur áhrif á rekstur bæjarfélagsins. Þess vegna er mikilvægt að til verði vel launuð störf fyrir alla.
Kjósandi góður, þegar þú hefur hugleitt málin og ákveðið hverjum þú treystir best fyrir hagsmunum bæjarfélagsins er ég sannfærður um að þitt mat verður eins og mitt, X-S.“