top of page

Atvinna og samgöngur

Akranes á að vera samfélag þar sem allir fá tækifæri til að nýta reynslu sína, hæfileika og menntun til hins ýtrasta. Fjölbreytt atvinnulíf er ein af grunnforsendum slíks samfélags. Þess vegna verðum við að skapa hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulífið í bænum og hlúa vel að þeim fyrirtækjum sem við höfum, um leið og við stuðlum að stofnun og rekstri nýrra fyrirtækja.

 

Bærinn okkar er einnig hluti af stærra atvinnusvæði og þess vegna eru góðar og öruggar samgöngur gríðarlega mikilvægur hluti atvinnulífs Akurnesinga. Eitt stærsta verkefni næstu ára verður að knýja á um stórbættar samgöngur og aukið umferðaröryggi. Um leið er það hlutverk bæjarstjórnar Akraness að tala máli íbúa á Akranesi og taka ávallt afstöðu gegn öllum hugmyndum um sérstaka vegtolla á notendur Vesturlandsvegar.

Fjölbreytt atvinnulíf og greiðar samgöngur fyrir alla. Þess vegna viljum við ...

 

  • knýja á um vegbætur á Kjalarnesi, án tafar.

  • tala skýrt gegn hugmyndum um sérstaka vegtolla á notendur Vesturlandsvegar.

  • tryggja góðar almenningssamgöngur til og frá Akranesi, stytta ferðatímann eins og kostur er og halda fargjöldum í lágmarki.

  • að vinna við hönnun og byggingu Sundabrautar fari af stað á kjörtímabilinu.

  • endurskoða atvinnumálastefnu Akraneskaupstaðar og fylgja henni eftir með aðgerðaáætlun sem verði bæði tímasett og fjármögnuð.

  • tryggja framboð hentugra lóða og húsnæðis fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi.

  • auðvelda stofnun fyrirtækja á Akranesi með hnappi á heimasíðu bæjarins, „Stofna fyrirtæki á Akranesi“, þar sem nálgast megi allar upplýsingar um t.d. skipulagsmál, leyfi, eyðublöð og viðkomandi starfsmenn bæjarins.

  • stuðla að samráðsvettvangi milli fyrirtækja og bæjaryfirvalda á Akranesi með það að markmiði að auka samskipti og samstarf, svo atvinnurekendur í bænum hafi stuðning hver af öðrum.

  • leggja áherslu á upplýsinga- og kynningarmál í samvinnu við atvinnulífið á Akranesi, til að koma bæjarfélaginu enn betur á kortið.

  • auka framboð á atvinnu- og rekstrarráðgjöf í samstarfi við SSV.

  • tryggja að sjávarútvegur vaxi og dafni á Akranesi með góðri samvinnu og samstarfi við fyrirtæki í sjávartengdri starfsemi.

  • vera samkeppnishæf miðað við önnur bæjarfélög þegar kemur að skipulagsferlum og gjaldskrám.

  • upphefja listir og menningu sem atvinnugrein og vera sýnileg á þeim vettvangi.

  • hafa góða samvinnu við fræðslu- og menntastofnanir á svæðinu um endurmenntunarmöguleika.

  • skapa vettvang fyrir atvinnu- og samfélagssýningar og tryggja góða umfjöllun.

  • kynna Akranes sem markaðs- og verslunarbæ.

  • bæta hafnaraðstöðu fyrir smábátasjómenn.

#xsAkranes

bottom of page